Þrjár öryggisstoðir Ambögu
Öryggi er langhlaup og við erum tilbúnir að styðja þig alla leið
Prófanir
Öryggisúttektir eru mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi hugbúnaðar og netkerfa í rekstri. Við beitum aðferðum hakkarans til að koma auga á veikleika áður en þeir eru misnotaðir.
Þjónustuúrval
- Öryggisúttekt á hugbúnaði
- Innbrotsprófanir
- Viðbragðsþjónusta
Skoða nánar
Þjálfun
Þjálfun starfsfólks er áhrifarík fyrirbyggjandi aðgerð sem stuðlar að bættu öryggisumhverfi. Bestu öryggisatvikin eru einmitt þau sem aldrei verða.
Þjónustuúrval
- Öryggisþjálfun forritara
- Almenn öryggiskennsla
Skoða nánar
Innleiðing
Mikilvægt er að öryggi sé ofið inn í alla þætti þróunar og reksturs. Við hjálpum þér að setja upp verkfæri og verkferla til að tryggja að öryggi verði ekki eftiráhugsun.
Þjónustuúrval
- Öryggissérfræðingur til leigu
- Áhættugreining
- Tölvurannsóknir
Skoða nánar
Óviss um hvað þú þarft?
Hafðu samband og við förum yfir málin saman varðandi þínar þarfir.
Hafa samband