Type something to search...
Teymið
Jóhann Þór Kristþórsson

Jóhann Þór Kristþórsson

Forstjóri & Meðstofnandi

Jóhann Þór er sérfræðingur með víðtæka reynslu í bæði hugbúnaðarþróun og netöryggi. Með meira en fimm ára reynslu í hugbúnaðarþróun og bakgrunn í að leiða teymi hefur hann sýnt fram á sterka tæknilega getu og mikla forystuhæfileika. Fimm ára reynsla hans í innbrotsprófunum og reynsla hans sem tæknilegur leiðtogi innbrotsprófunarteymis gefur honum djúpan skilning á netöryggisógnum og vörnum gegn þeim.

Bergsteinn Karlsson

Bergsteinn Karlsson

Meðstofnandi

Bergsteinn er reyndur öryggissérfræðingur með mikla reynslu bæði sem tæknilegur leiðtogi sem og í öðrum þáttum netöryggis. Hann býr yfir reynslu í aðferðum við greiningu og viðbragði við netógnum sem spannar rúman áratug. Bergsteinn hefur komið víða við t.d. við þéttingu netkerfa og innbrotsprófanir og hefur sankað að sér gríðarlegri öryggisþekkingu í leiðinni. Sem leiðtogi öryggisteyma hefur hann með góðum árangri stjórnað sameiningum teyma, leiðbeint fagfólki og haft umsjón með flóknum öryggisverkefnum. Bakgrunnur hans sem rannsóknarlögreglumaður hefur gefið honum djúpan skilning á rannsóknaraðferðum og mannlegri hegðun. Hann er einnig meistari í að búa til heitt súkkulaði.

Heiðar Karl Ragnarsson

Heiðar Karl Ragnarsson

Meðstofnandi

Heiðar Karl Ragnarsson hefur víðtæka reynslu í bæði hugbúnaðarþróun sem og öryggisúttektum á húgbúnaði. Reynsla hans í öryggisúttektum á hugbúnaði gerir hann einstaklega færan í greiningu öryggisveikleika og innleiðingu á vörnum gegn þeim. Sérfræðiþekking hans nær einnig til öryggis í DevOps og CI/CD ferlum, sem gerir honum kleift að tryggja öryggi allra stiga lífsferils hugbúnaðarþróunar. Með vinnu sinni við skýjaumhverfi og varnir þeirra hefur Heiðar öðlast dýrmæta reynslu í að verja hugbúnað sem er hannaður fyrir skýjaumhverfi. Samþætt hæfni hans í öryggi, þróun og rekstrarhagkvæmni gerir hann að sterkum liðsfélaga í öll öryggis- og þróunarteymi.

Hjalti Magnússon

Hjalti Magnússon

Meðstofnandi

Hjalti Magnússon er með bakgrunn í bæði hugbúnaðarþróun og netöryggi. Hann er farsæll frumkvöðull og reyndur kennari á háskólastigi sem hefur sýnt mikla hæfni í að miðla flóknum hugtökum á áhrifaríkan hátt. Þátttaka hans í Gagnaglímufélagi Íslands, öryggisverkefni sem miðar að því að mennta ungt fólk og er lykilhluti af öryggisáætlun íslenskra stjórnvalda, endurspeglar ástríðu hans fyrir kennslu netöryggis. Einstök blanda Hjalta af tæknilegri sérfræðiþekkingu og ástríðu fyrir menntun gerir hann að einstökum fagmanni á sviði netöryggis.

Níels Ingi Jónasson

Níels Ingi Jónasson

Meðstofnandi

Niels Ingi hefur yfirgripsmikinn skilning á öryggi hugbúnaðar, sem þróast hefur með reynslu hans sem tæknilegur leiðtogi úttektarteymis á hugbúnaði. Ferill hans nær til bæði sóknar- og varnarhliða netöryggis, sem veitir honum heildstæðan skilning á fjölbreyttum þörfum og kröfum viðskiptavina. Með því að hafa lagt sitt af mörkum til öryggis frá báðum hliðum borðsins hefur Niels öðlast skýra sýn sem gerir honum kleift að útfæra sterkar varnir við öryggisvá. Ásamt faglegum afrekum sínum er hann virkur í að styrkja grunnstoðir íslenska CTF-samfélagsins á vegum Gagnaglímufélags Íslands.

Kristinn Guðjónsson

Kristinn Guðjónsson

Tæknilegur ráðgjafi

Kristinn er reynslumikill öryggissérfræðingur með yfir 15 ára reynslu af stafrænum réttarrannsóknum og atvikameðhöndlun (DFIR). Sérþekking hans felur í sér að stjórna flóknum öryggisatvikum, framkvæma ítarlegar réttarrannsóknir og þróa sérhæfðan greiningarhugbúnað. Að baki Kristni stendur löng afrekaskrá í tæknilegri forystu og hefur hann, með góðum árangri, byggt upp og leitt afkastamikil öryggisteymi innan stórra stofnana. Fyrir utan afrek sín á tæknilegum vettvangi er Kristinn einnig þekktur fyrir yfirgripsmikla matreiðsluhæfileika og sérstaklega víðfræga vöfflugerðarhæfileika sem passa fullkomlega við heitt súkkulaði Bergsteins.