Prófanir
Öryggisúttektir eru mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi hugbúnaðar og netkerfa í rekstri. Við beitum aðferðum hakkarans til að koma auga á veikleika áður en þeir eru misnotaðir.
Helsti ávinningur
- Veikleikar uppgötvaðir áður en þeir valda skaða
- Staðfesting á virkni öryggisvarna með hermdum árásum
- Skýrar og raunhæfar leiðbeiningar um úrbætur
Öryggisúttekt á hugbúnaði
Felur í sér kerfisbundna kóðarýni og prófanir til að finna og greina veikleika
Innbrotsprófanir
Meta seiglu innviða með hermdu árásarsniði og afhjúpa veikleika sem annars gætu farið framhjá þér í daglegum rekstri
Viðbragðsþjónusta
Stuðlar að skilvirkri stjórnun öryggisatvika með kerfisbundnu viðbragði sem lágmarkar áhrif og flýtir fyrir endurheimt eðlilegrar starfsemi
Vantar þig úttekt?
Hafðu samband og við förum yfir málin saman. Gott er að láta upplýsingar um umfang fylgja með, svo sem stærð netkerfis eða línufjölda kóða.
Hafa samband