Type something to search...
Almenn öryggiskennsla

Hvað er almenn öryggiskennsla?

Almenn öryggiskennsla er lykilþáttur í öryggisþjálfun hvers fyrirtækis. Hún tryggir að allir starfsmenn, óháð tæknilegri sérþekkingu, skilji þær hættur sem þeir geta mætt og hvernig gjörðir þeirra geta annaðhvort verndað eða stefnt fyrirtækinu í hættu.

Almenn öryggiskennsla Ambögu einblínir á að auðga starfsfólk á öllum stigum fyrirtækisins með þekkingu sem nýtist til að greina hættur. Þar með er hægt að koma í veg fyrir innbrot og stuðla að bættri öryggismenningu. Sérfræðingar okkar veita sérsniðin námskeið um ýmis netöryggisefni, sem tryggir að bæði tæknilegt og ótæknilegt starfsfólk sé vel undirbúið til að vernda fyrirtækið.

Af hverju skiptir þetta máli?

Hver einasti starfsmaður er hluti af netöryggi fyrirtækis, þar sem hver og einn getur skapað hættu. Það er því nauðsynlegt að allir taki þátt í almennri öryggiskennslu til að rækta sterka öryggismenningu innan fyrirtækisins.

Efnistök slíkrar kennslu eru valin út frá núverandi ógnalandslagi og eru sérsniðin fyrir hvert fyrirtæki, ásamt því að tryggja að þau uppfylli mikilvægar hlítingarkröfur. Dæmi um efni eru rétt meðferð auðkenningar, hættur tengdar fjölþátta auðkenningu, vefveiðar og fleira.

Við hverju má búast
  • Viðfangsefnum sem tryggja að mikilvægar kröfur séu uppfylltar
  • Endurnýjaðri vitund um áhættur, hvernig á að koma auga á þær og hvernig á að verja sig og fyrirtækið
  • Ráðleggingum um bætta persónulega og faglega öryggishegðun