Type something to search...
LEX og Ambaga

LEX og Ambaga

Heildræn ráðgjöf LEX og Ambögu á sviði upplýsinga- og netöryggis

Við bjóðum upp á markvissa og heildræna lausn fyrir viðskiptavini, þar sem okkar færustu laga- og tæknisérfræðingar á sviði net- og upplýsingaöryggis vinna náið saman í þarfagreiningu út frá lagaumhverfi viðskiptavinar og skyldum hans í því samhengi. Við bjóðum ýmist upp á heildræna úttekt á starfsemi viðskiptavina, úttekt á einstaka kerfum svo og einnig almenna ráðgjöf.

Af hverju?

Líkt og við höfum séð er það ekki einungis tæknin sem er í sífelldri þróun með nýjum áskorunum, heldur einnig flókið regluverk á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins. Þannig getur það reynst fyrirtækjum áskorun að kortleggja reglufylgni við hinar ýmsu reglur sem um starfsemi þeirra gilda, svo og þær tæknilegu ráðstafanir sem þurfa að vera fyrir hendi. Sem dæmi má nefna GDPR, AI Act, NIS 2, DORA, PSD2 o.fl. Reglurnar eiga það oftar en ekki sammerkt að mæla fyrir um tilteknar skyldur og aðgerðir á borð við skjölun, verklag o.þ.h., svo og tilteknar tæknilegar öryggisráðstafanir. Slíkar ráðstafanir taka eðli málsins samkvæmt mið af starfseminni hverju sinni svo og því lagaumhverfi sem um hana gildir. Þannig reynir á samspil laganna og tækninnar – til að unnt sé að tryggja bestu framkvæmd.

Hvernig græðir þú?

Við leysum bæði lagaleg og tæknileg vandamál – svo þú þarft ekki að þykjast skilja lögfræðinga né reyna að halda þér vakandi þegar öryggissérfræðingurinn talar um dulkóðanir. Þetta sparar þér tíma og hausverk.

Viltu kíkja í kaffibolla?

Hafa samband