Type something to search...
Tölvurannsóknir

Hvað eru tölvurannsóknir?

Tölvurannsóknir(e. Digital Forensics) er ferli sem felur í sér að bera kennsl á, varðveita, greina og leggja fram stafrænar sannanir með sannarlegum hætti. Afurðin af slíkri vinnu má nota til að rannsaka eða sækja til saka mögulega netglæpi, iðnaðarnjósnir, þjófnað á hugverkarétti þar sem stafrænar upplýsingar koma við sögu. Þetta ferli fer lengra en eingöngu að safna gögnum; það krefst mjög sérhæfðrar þekkingar, tóla og aðferða til að tryggja heilindi sönnunargagna svo draga megi réttar ályktanir út frá þeim.

Hvernig virka þær?

Teymi Ambaga notast við nákvæmt og skipulagt ferli til að rannsaka öryggisatvik og gagnaleka. Við fylgjum viðurkenndum aðferðum til að tryggja að þau gögn sem er aflað standist skoðun fyrir dómstólum. Ferlið okkar felur í sér:

  • Að tekin séu örugg afrit af viðeigandi gögnum með áherslu heilindi og áreiðanleika þeirra.
  • Að sérfræðingar okkar nota sérhæfð verkfæri og tækni til að greiningar á þeim.
  • Að við endursköpum nákvæma tímalínu atburða, kortleggjum mögulegar meinfýsnar aðgerðir og kerfi sem hafa verið í hættu ásamt gögnum sem snert var á eða stolið.
  • Að tengsl milli niðurstaðna úr ýmsum áttum eru skoðuð til að koma á tengingum, bera kennsl á mynstur og byggja upp heildstæðan mynd af atvikinu.
  • Að skýrsla sem lýsir niðurstöðum okkar, þar á meðal tæknigreiningu, ábyrgð og tillögur að mögulegum úrbótum.

Hvers vegna eru þær mikilvægar?

Gagnalekar og tölvuinnbrot eru að verða æ algengari. Þegar slík atvik eiga sér stað er mikilvægt að hafa góð sönnunargögn og skilja atburðarásina til hlítar. Tölvurannsóknir bjóða upp á:

  • Rannsóknir okkar fara eftir ströngum kröfum og taka mið af því að geta staðist skoðun fyrir dómstólum ef þörf krefur.
  • Okkar vinna miðast að því að svara lykilspurningum um atvitkið. Hver gerði hvað, hvenær og hvernig o.s.frv
  • Með því að skilja umfang og áhrif atviksins er hægt að grípa til viðeigandi ráðstafana til að draga úr tjóni, endurheimta stolin gögn og koma í veg fyrir frekari skaða.
  • Ítarleg tölvurannsókn getur tryggt rétt viðbröð við atvikum, vernda orðspor og viðhaldið trausti en það getur verið erfitt að vinna tilbaka ef rangt er haldið á spöðunum.
Við hverju má búast
  • Öryggisafritun gagna með áreiðanlegum verkfærum og bestu vinnubrögðum.
  • Nákvæm tímalína atburða til að endurskapa atburðarás.
  • Greining og endurheimt á mögulega eyddum gögnum til að fá heildarmyndina.
  • Skýr og hnitmiðuð skýrsla með ráðleggingum til úrbóta (ef við á).
  • Sérfræðivitnisburður og stuðningur í lagalegum málsferlum (ef við á).