Type something to search...
Viðbragðsþjónusta

Hvað er atvikastjórnun?

Viðbragðsáætlanir vegna öryggisatvika eru skipulagðar aðferðir til að takast á við og stjórna öryggisatvikum, með það að markmiði að lágmarka tjón, tryggja skjót viðbrögð og koma í veg fyrir frekari atvik. Þetta felur í sér röð af skrefum, allt frá því að bera kennsl á og greina atvikið til að hefta útbreyðslu þess, útrýma ógninni og endurheimta eðlilega starfsemi. Árangursríkar viðbragðsáætlanir krefjast vel skilgreindra hlutverka, þjálfaðs starfsfólks og réttu verkfæranna til að greina, skoða og bregðast við, hratt og örugglega.

Hvernig virkar þetta?

Teymið okkar fylgir ítrustu stöðlum og aðferðum til að takast á við öryggisatvik á áhrifaríkan hátt. Við byrjum á að framkvæma frumskoðun til að skilja eðli og umfang atviksins. Sérfræðingar okkar vinna síðan að því að hefta ógnina og koma í veg fyrir frekara tjón á kerfum þínum og gögnum. Teymi okkar framkvæmir rótargreiningu á orsökum atviks og að lokum leiðbeinum við þér í gegnum uppbyggingarferlið og endurheimt gagna ef mögulegt er. Aðferðafræði okkar felur m.a. í sér:

  • Viðbragð allan sólarhringinn: Teymið okkar er tilbúið til að bregðast við atvikum allan sólarhringinn, sem lágmarkar niðurtíma og hugsanlegt tjón.
  • Hröð flokkun og afmörkun: Við metum ástandið hratt, einangrum kerfi sem hafa orðið fyrir áhrifum og komum í veg fyrir að atvikið breiðist út.
  • Ítarlega tæknirannsókn: Við greinum rót vandans, söfnum sönnunargögnum og ákvörðum umfang málsins.
  • Úrbætur og viðgerðir: Við fjarlægjum ógnir, plástrum veikleika og endurheimtum kerfi og gögn í starfhæft ástand.
  • Endurskoðun eftir atvik: Við framkvæmum ítarlega greiningu á atvikinu, drögum lærdóm af og bætum öryggisstöðu þína til að koma í veg fyrir frekari atvik.
  • Í neyðartilfelli, vinsamlegast hafði samband við okkur í gegnum neyðarsíma okkar: +354 768 0112

Af hverju skiptir þetta máli?

Í nútíma heimi eru öryggisatvik óhjákvæmileg. Þegar slík atvik bresta á þá er lykilatriði að bregðast rétt við til að lágmarka áhrif þeirra, vernda orðspor fyrirtækisins og tryggja áframhaldandi rekstur þeirra. Samstarf við Ambögu vegna viðbragðaþjónustu vegna öryggisatvika býður upp á:

  • Skjót viðbrögð lágmarka truflun á rekstri og draga úr mögulegu fjárhagslegu tjóni.
  • Lágmarka mögulegan skaða á orðspori þínu og trausti viðskiptavina.
  • Greining á veikleikum sem koma upp í atvikinu og aðstoð við að koma í veg fyrir svipuð atvik í framtíðinni.
  • Þegar þú veist að þú átt traustan samstarfsaðila til að takast á við öryggisatvik geturðu einbeitt þér að kjarnastarfsemi þinni.
Við hverju má búast
  • Frumskoðun til að greina eðli atviks og hverskyns óværur eða gagneleka sem kunna að tengjast því.
  • Skaðaminnkandi aðgerðir til að hefta útbreiðslu og koma í veg fyrir frekara tjón.
  • Tryggja heilindi umhverfis með því að fjarlæga mögulegar óværur og veikleika.
  • Endurbygging og uppsetning á þeim kerfum sem atvikið snerti á
  • Viðbragðsþjónustu samningur þar sem lögð er áhersla á að skerpa á viðbragði viðskiptavina okkar.