Type something to search...
Innbrotsprófanir

Hvað er innbrotsprófun?

Eftir því sem stofnanir stækka stækka tölvuinnviðir þeirra. Með vexti fylgir margbreytileiki og í flestum tilfellum minnkar sýnileiki stjórnenda og kerfisstjóra með auknum flækjum. Ályktanir stjórnenda um ástand innviða hverfa frá raunverulegu ástandi og því fylgir aukin áhætta.

Hvernig virkar þetta?

Innbrotsprófun felur í sér að ögra þessum ályktunum sem stofnanir hafa um innviði þeirra. Þetta er gert með því að setja upp prófunaratburðarás þar sem verið er að líkja eftir ákveðinni netógn. Prófendur setja sig í spor árásarmannsins og meta innviði fyrirtækja með því að líkja eftir árásum með það að markmiði að meta seiglu þessara innviða við árás.

Af hverju er þetta mikilvægt?

Prófanir sem þessar gefa fyrirtækjum einstakt sjónarhorn á öryggisástand sitt þar sem raunverulegir innviðir eru prófaðir án nokkurra fyrri ályktana.

Við hverju má búast
  • Betri skilningi á innviðum fyrirtækisins þíns
  • Ítarlegri útlistun á vandamálum og tillögum um úrbætur
  • Sjáðu fyrirtækið þitt frá sjónarhorni innbrotsaðila